EPIC Environmental physiotherapy in the clinic

Hvernig er sjúkraþjálfun góð fyrir þig og umhverfið?

Á þessari vefsíðu eru bakgrunnsupplýsingar og ítarefni fyrir alla þá þætti sem nefndir eru á veggspjaldinu: Hvernig er sjúkraþjálfun góð fyrir þig og umhverfið?

Fyrir hvern þátt má finna:

(1) Útskýringar á því hvernig sjúkraþjálfun er góð fyrir heilsu okkar og heilsu vistkerfa okkar á jörðinni.

(2) Fræðigreinar og gögn frá höfundum sem byggja upplýsingar og niðurstöður á vísindalegum gögnum og hafa sýnt fram á að geti unnið sjálfstætt að virtum heimildum án aðildar fyrirtækja eða hagsmunasamtökum þeirra. Efni frá fyrirtækjum og stofnunum er ekki útilokað svo framarlega sem það er byggt á vísindalegum heimildum. Endilega látu okkur vita ef þú það eitthvað sem má laga eða ef þú getur bent okkur á heimildir sem við þurfum að uppfæra.

Veggspjaldið ‘Hvernig er sjúkraþjálfun góð fyrir þig og umhverfið?’ og stuðningsefnið á þessari síðu voru unnin í í samvinnu Physiotherapists for Planetary Health og Environmental Physiotherapy Association. Særún Friðriksdóttir BS-nemi í sjúkraþjálfunarfræðum vann að þýðingu á vegspjaldinu ásamt stuðningsefni undir leiðsögn Steinunnar A. Ólafsdóttir lektors (sao@hi.is) við Námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands.  Að auki voru upplýsingarnar staðfærðar fyrir Ísland af bestu getu og settir inn tenglar fyrir íslenskar aðstæður.

Dæmin og skýringarnar sem tekin hafa verið saman eiga að útskýra hvernig sjúkraþjálfun getur bætt heilsu samhliða því að leggja af mörkum í baráttunni við loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra sem við stöndum frammi fyrir í dag. Ábyrgðin er okkar allra og sjúkraþjálfarar eru þar ekki undanskildir. Við þurfum öll að taka þátt í umræðum og aðgerðum eins og fram kemur í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Samtök heilbrigðisstétta víða um heim hafa í auknum mæli bent á tengsl umhverfis og heilsu og mikilvægi þess að huga að vistkerfi jarðar samhliða heilsu mannkyns og var nýlega stofnað á Íslandi Félag lækna gegn umnhverfisvá.

1. Sjúkraþjálfun sparar orku og auðlindir

Ísland er þekkt fyrir orkugjafa úr náttúruauðlindum og byggir íslenskt samfélag og efnahagslíf verulega á þeim (Stjórnarráð Íslands, e.d.). Nútíma heilbrigðiskerfi reiðir sig á fjöldann allan af ferlum, gögnum og inngripum sem nauðsynlegt er að endurmeta með tilliti til umhverfisvænni kosta og sjálfbærni (Pierce & Jameton, 2004). Þessir þættir fela í sér mismunandi verkferla, viðhald bygginga, meðhöndlun úrgangs og margt fleira (Jameton, 2009). Mikilvægt er að ýta undir skilning og koma á laggirnar viðtækum aðgerðum til þess að lágmarka neikvæð áhrif heilbrigðiskerfisins á umhverfið (UNEP, 2018). Ennfremur er mikilvægt að draga úr óþarfa íhlutunum, t.d. myndgreiningum og ónauðsynlegum aðgerðum, sem bæði eyða orku og auka kostnað samfélagsins, en með þverfaglegu mati á ástandi sjúklinga er oft hægt að koma í veg fyrir slík inngrip (Naidu et al., 2022).

Með áherslu á vistvænar meðferðir sjúkraþjálfara þ.e. hreyfingu, snertingu og samskipti, þá er sjúkraþjálfun mikilvægur liður í átt að umhverfisvænna heilbrigðiskerfi (Maric & Nicholls, 2019). Með rannsóknum og þátttöku í þverfaglegum  teymum, getur sjúkraþjálfun spilað stórt hlutverk í þróun á starfsháttum sem draga úr neikvæðum áhrifum á vistkerfin (Kind, Buth, & Peters, 2015). Health Care Without Harm og Environmental Physiotherapy Association hafa nú þegar lagt fram dæmi um góðar starfsvenjur með þetta í huga.

 

Heimildir og ítarefni

Jameton, A. (2009). Medicine’s Role in Mitigating the Effects of Climate Change. AMA Journal of Ethics11(6), 465–469. https://doi.org/10.1001/virtualmentor.2009.11.6.msoc1-0906

Maric, F., & Nicholls, D. (2019). A call for a new environmental physiotherapy – An editorial. Physiotherapy Theory and Practice35(10), 905–907. https://doi.org/10.1080/09593985.2019.1632006

Naidu, I., Ryvlin, J., Videlefsky, D., Qin, J., Mowrey, W. B., Choi, J. H., Citron, C., Gary, J., Benton, J. A., Weiss, B. T., Longo, M., Matmati, N. N., De La Garza Ramos, R., Krystal, J., Echt, M., Gelfand, Y., Cezayirli, P., Yassari, N., Wang, B., … Yanamadala, V.. (2022). The Effect of a Multidisciplinary Spine Clinic on Time to Care in Patients with Chronic Back and/or Leg Pain: A Propensity Score-Matched Analysis. Journal of Clinical Medicine, 11(9), 2583. https://doi.org/10.3390/jcm11092583

Pierce, J., & Jameton, A. (2004). The Ethics of Environmentally Responsible Health Care. New York, NY: Oxford University Press.

Stjórnarráð Íslands. (e.d.) Auðlindir. https://www.stjornarradid.is/verkefni/audlindir/

United Nations Environment Program, UNEP (2018). The Emissions Gap Report 2018. United Nations Environment Programme, Nairobi. Retrieved from https://www.unenvironment.org/resources/emissions-gap-report-2018.

2. Sjúkraþjálfarar nýta vistvænar aðferðir eins og hreyfingu, snertingu og samskipti

Sjúkraþjálfun byggist fyrst og fremst á vistvænum aðferðum þar sem langstærsti hluti meðferða felur í sér hreyfingu, snertingu og samskipti. Að auki nýta sjúkraþjálfarar rafmagn, hita og vatn til stuðnings við aðrar meðferðir sem á Íslandi eru allt náttúrulega auðlindir. Þessar aðferðir hafa langa sögu innan sjúkraþjálfunar en krefjast ekki mikillar nýtingar á auðlindum og geta því samhliða stutt við heilsu fólks sem og umhverfisins. (Bjorbækmo & Mengshoel, 2016; Salvo et al., 2021; Sanders et al., 2013; Stewart & Loftus, 2018).

 

Heimildir og ítarefni

Bjorbækmo, W. S., & Mengshoel, A. M. (2016). “A touch of physiotherapy” — the significance and meaning of touch in the practice of physiotherapy. Physiotherapy Theory and Practice, 32(1), 10-19. https://doi.org/10.3109/09593985.2015.1071449 

Salvo, D., Garcia, L., Reis, R. S., Stankov, I., Goel, R., Schipperijn, J., Hallal, P. C., Ding, D., & Pratt, M. (2021). Physical Activity Promotion and the United Nations Sustainable Development Goals: Building Synergies to Maximize Impact. Journal of Physical Activity and Health, 1–18. https://doi.org/10.1123/jpah.2021-0413

Sanders, T., Foster, N. E., Bishop, A., & Ong, B. N. (2013). Biopsychosocial care and the physiotherapy encounter: physiotherapists’ accounts of back pain consultations. BMC Musculoskeletal Disorders14(1), 65. https://doi.org/10.1186/1471-2474-14-65

Stewart, M. & Loftus, S. (2018). Sticks and Stones: The Impact of Language in Musculoskeletal Rehabilitation. The Journal of orthopaedic and sports physical therapy, 48(7), 519–522. https://doi.org/10.2519/jospt.2018.0610

3. Sjúkraþjálfun getur dregið úr lyfjaþörf og hefur fáar aukaverkanir fyrir líkamann og umhverfið

Steralaus bólgueyðandi lyf (NSAID), eins og íbúfen og díklófenak (virka efnið í voltaren) eru ennþá algengasta meðferð læknisfræðinnar við stoðkerfisverkjum. Sjúkraþjálfun getur hins vegar veitt sjúklingum verkjastillingu með vistvænum aðferðum eins og hreyfingu, snertingu og samskiptum. Einstaklingar þola sjúkraþjálfun oft mun betur heldur en NSAID-lyf og sýnt hefur verið fram á að sjúkraþjálfun geti haft að minnsta kosti jafngóð áhrif og lyfin á miðlungs mikla stoðkerfisverki (Babatunde et al., 2017). NSAID-lyf hafa þekktar aukaverkanir á mannslíkamann sem og vistkerfin og líffræðilega fjölbreytni, þar sem rekja má meira en 15% allra lyfja sem finnast í sjónum til NSAID-lyfja (Tyumina et al., 2020). Sjúkraþjálfun getur því lagt af mörkum í að draga úr þessum skaðlegu áhrifum NSAID-lyfja með því að draga almennt úr notkun þeirra (Banerjee & Maric, 2021). Til að draga enn frekar úr skaðlegum áhrifum lyfja á náttúruna er nauðsynlegt að farga þeim á réttan máta (Lyfjastofnun, 2019). Lyfjum skal ekki henda í ruslið eða skola þeim niður í frárennsli heldur á að skila afgangslyfjum í apótek til eyðingar. Á þann hátt getum við dregið úr skaðlegum áhrifum lyfja á lífríki og vistkerfi við Íslands strendur.

 

Heimildir og ítarefni

Babatunde, O. O., Jordan, J. L., Van Der Windt, D. A., Hill, J. C., Foster, N. E., & Protheroe, J. (2017). Effective treatment options for musculoskeletal pain in primary care: A systematic overview of current evidence. PLOS ONE12(6), e0178621. https://doi.org/10.1371/journal.pone.0178621

Banerjee, S., & Maric, F. (2021). Mitigating the environmental impact of NSAIDs – physiotherapy as a contribution to One Health and the SDGs. European Journal of Physiotherapy, 1–5. https://doi.org/10.1080/21679169.2021.1976272

Tyumina, E. A., Bazhutin, G. A., Cartagena Gómez, A. D. P., & Ivshina, I. B. (2020). Nonsteroidal Anti-inflammatory Drugs as Emerging Contaminants. Microbiology89(2), 148–163. https://doi.org/10.1134/s0026261720020125

Lyfjastofnun. (2019, 3.apríl). Verklag við móttöku og förgun lyfja. https://www.lyfjastofnun.is/frettir/verklag-vid-mottoku-og-forgun-lyfja/

4. Bætt heilsa og færni ýtir undir virka þátttöku í félagslífi og náttúrulegu umhverfi

Eitt af markmiðum sjúkraþjálfunar er að tryggja þátttöku fólks í þeirra félagslega og náttúrulega umhverfi. Meðferð sjúkraþjálfara miðar að því að bæta hreyfigetu og auka líkamlega færni sem skilar sér í aukinni þátttöku í daglegu (Holm et al., 2015) og gert einstaklingum kleift að njóta útiveru t.d. með gönguferðum í náttúrunni eða tekið þátt í félagslegum athöfnum með vinum og ættingjum  (Twohig-Bennett & Jones, 2018; Toner et al., 2021).

Nálægð við náttúruna hefur jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Rannsóknir hafa sýnt að ýmsir þættir í náttúrulegu umhverfi geta haft jákvæð áhrif á langvinna verki (Stanhope et al., 2020). Þegar við verjum tíma úti í náttúrunni komumst við í tæri við ýmis hljóð, flóru umhverfisins, fallegan gróður, sólarglætu og fleira sem hvetur til frekari útivistar og félagslegrar þátttöku. Allt þetta er talið geta dregið úr langvinnum verkjum fólks. Þar að auki hafa rannsóknir leitt í ljós jákvæð áhrif nálægðar við náttúru á andlega heilsu fólks (Bratman et al., 2019).

Í ljósi þessara áhrifa er mikilvægt að nýta útivist og tengingu við náttúruna í meðferðum sjúkraþjálfara. Á Íslandi er náttúran víðast hvar aðgengileg og margir möguleikar fyrir göngu- og hjólaleiðir. Sjúkraþjálfarar geta stuðlað að útivist sjúklinga með því að benda þeim á gönguleiðir eða hjálpa þeim að finna leiðakort í þeirra nærumhverfi. Slíkar aðferðir styðja bæði við heilsu einstaklingsins og tengingu hans við samfélag og náttúru.

Gönguleiðir og hjólakort:

Reykjavík

Kópavogur

Garðabær

Hafnarfjörður

Mosfellsbær 

Akranes

Akureyri

Fræðsluefni um allt sem viðkemur íslenskri náttúru má nálgast á vef Umhverfisstofnunar.

 

Heimildir og ítarefni

Bratman, G. N., Anderson, C. B., Berman, M. G., Cochran, B., de Vries, S., Flanders, J., Folke, C., Frumkin, H., Gross, J. J., Hartig, T., Kahn, P. H., Jr, Kuo, M., Lawler, J. J., Levin, P. S., Lindahl, T., Meyer-Lindenberg, A., Mitchell, R., Ouyang, Z., Roe, J., Scarlett, L., … Daily, G. C. (2019). Nature and mental health: An ecosystem service perspective. Science advances, 5(7), eaax0903. https://doi.org/10.1126/sciadv.aax0903

Holm, I., Tveter, A. T., Moseng, T., & Dagfinrud, H. (2015). Does outpatient physical therapy with the aim of improving health-related physical fitness influence the level of physical activity in patients with long-term musculoskeletal conditions? Physiotherapy, 101(3), 273–278. https://doi.org/10.1016/j.physio.2014.11.005

Stanhope, J., Breed, M. F., & Weinstein, P.. (2020). Exposure to greenspaces could reduce the high global burden of pain. Environmental Research, 187, 109641. https://doi.org/10.1016/j.envres.2020.109641

Toner, A., Lewis, J. S., Stanhope, J., & Maric, F. (2021). Prescribing active transport as a planetary health intervention – benefits, challenges and recommendations. Physical Therapy Reviews, 26(3), 159–167. https://doi.org/10.1080/10833196.2021.1876598

Twohig-Bennett, C., & Jones, A.. (2018). The health benefits of the great outdoors: A systematic review and meta-analysis of greenspace exposure and health outcomes. Environmental Research166, 628–637. https://doi.org/10.1016/j.envres.2018.06.030

5. Sjúkraþjálfun getur ýtt undir notkun á virkum og umhverfisvænum samgöngum

Þegar einstaklingar endurheimta og/eða viðhalda hreyfigetu með sjúkraþjálfun, verður auðveldara að nota umhverfisvænar samgöngur, svo sem hjólreiðar og göngu, í daglegu lífi (Toner et al., 2021). Við umferð bíla og notkun nagladekkja myndast gífurlegt magn svifryks (Umhverfisstofnun, e.d.). Svifryk eru smáar agnir í andrúmsloftinu sem eru mengandi og skaðlegar heilsu manna. Með því að draga úr umferð bíla minnkum við jafnframt magn svifryks í andrúmsloftinu og stuðlum að heilbrigðara andrúmslofti. Þá dregur úr útblæstri koltvísýrings og færri mengandi lofttegundir eru losaðar út í andrúmsloftið. Þannig er hægt að sporna við gróðurhúsaáhrifum og draga úr hækkandi hitastigi jarðar (Mizdrak et al., 2020). Umhverfisvænar samgöngur sem fela í sér líkamlega virkni eins og hjólreiðar og ganga hafa einnig jákvæð áhrif á heilsu t.d. með því að styrkja hjarta- og æðakerfið og vinna gegn beinþynningu og ýmsum öðrum sjúkdómum ogkvillum (Toner et al., 2021, Rojas-Rueda et al., 2016).

 

Heimildir og ítarefni

Mizdrak, A., Cobiac, L. J., Cleghorn, C. L., Woodward, A., & Blakely, T. (2020). Fuelling walking and cycling: human powered locomotion is associated with non-negligible greenhouse gas emissions. Scientific Reports10(1). https://doi.org/10.1038/s41598-020-66170-y

Rojas-Rueda, D., De Nazelle, A., Andersen, Z. J., Braun-Fahrländer, C., Bruha, J., Bruhova-Foltynova, H., Desqueyroux, H., Praznoczy, C., Ragettli, M. S., Tainio, M., & Nieuwenhuijsen, M. J. (2016). Health Impacts of Active Transportation in Europe. PLOS ONE11(3), e0149990. https://doi.org/10.1371/journal.pone.0149990

Toner, A., Lewis, J. S., Stanhope, J., & Maric, F. (2021). Prescribing active transport as a planetary health intervention – benefits, challenges and recommendations. Physical Therapy Reviews, 26(3), 159–167. https://doi.org/10.1080/10833196.2021.1876598

Umhverfisstofnun. (e.d.) Svifryk. https://www.ust.is/loft/loftgaedi/svifryk/

6. Sjúkraþjálfun minnkar þörf á orkufrekri heilbrigðisþjónustu með því að fyrirbyggja líkamlega kvilla fólks

Forvarnir eru gríðarlega mikilvægur hluti sjúkraþjálfunar og geta dregið úr ýmsum heilsutengdum sjúkdómum og einkennum. Sýnt hefur verið fram á að markvissar forvarnir sem unnar eru í samstarfi við sjúkraþjálfara geta dregið úr byltuhættu aldraðra (Guirguis-Blake et al., 2018). Þjóðin er að eldast og því er nauðsynlegt að huga að forvörnum fyrir byltur aldraðra því þær geta haft gríðarleg áhrif á lífsgæði og lífslíkur aldraðra. Rannsóknir hafa einnig sýnt jákvæð áhrif líkamlegrar virkni á þróun hjarta- og æðasjúkdóma og offitu (Myers et al., 2019) og hafa jákvæði áhrif á lífsgæði einstaklinga (Posadzki o.fl., 2020). Líkamleg þjálfun ætti því að vera stór partur af meðferð sjúkraþjálfara til að fyrirbyggja sjúkdóma og auka lífsgæði fólks, sérstaklega nú á tímum þegar kyrrstöðuhegðun er ríkjandi í daglegu lífi einstaklinga. Þau sem glíma við færri heilsufarsvandamál hafa einnig minni þörf fyrir flóknar og krefjandi heilbrigðistengdar rannsóknir og inngrip sem geta frekar skaðað umhverfið sem og haft aukaverkanir fyrir heilsu fólks (Crosland et al., 2019).

 

Heimildir og ítarefni

Crosland, P., Ananthapavan, J., Davison, J., Lambert, M., & Carter, R.. (2019). The health burden of preventable disease in Australia: a systematic review. Australian and New Zealand Journal of Public Health, 43(2), 163–170. https://doi.org/10.1111/1753-6405.12882 

Guirguis-Blake, J. M., Michael, Y. L., Perdue, L. A., Coppola, E. L., & Beil, T. L.. (2018). Interventions to Prevent Falls in Older Adults. JAMA, 319(16), 1705. https://doi.org/10.1001/jama.2017.21962   

Myers, J., Kokkinos, P., & Nyelin, E.. (2019). Physical Activity, Cardiorespiratory Fitness, and the Metabolic Syndrome. Nutrients, 11(7), 1652. https://doi.org/10.3390/nu11071652

Posadzki, P., Pieper, D., Bajpai, R. et al. (2020). Exercise/physical activity and health outcomes: an overview of Cochrane systematic reviews. BMC Public Health 20, 1724. https://doi.org/10.1186/s12889-020-09855-3 

Fór eitthvað framhjá okkur?

Segðu okkur frá fleiri ástæðum af hverju sjúkraþjálfun er góð fyrir heilsu okkar og umhverfið!

Græn sjúkraþjálfun er mjög ung á sviði rannsókna, menntunar og notkunar þannig að það er margt sem þarf að rannsaka, prófa og þróa frekar.

Við vonum því að þú munir styðja áframhaldandi þróun á veggspjöldunum og stuðningsefninu sem nýst geta í klínísku starfi.

Keen to support the further development of our EPIC Posters? We would love to hear from you here!

12 + 8 =